21Aug

Jógaefling og grindarbotnsjóga

Jógaefling

Fyrirhugað er 5 vikna morgunjóganámskeið á Eflingu.
Kennt verður 1x í viku á þriðjudagsmorgnum kl 6.30-7.30 og hefst námskeiðið þriðjudaginn 10 september.
Kennt verður í sal Eflingar á 4.  hæð.

Tímarnir verða blanda af ýmsum jógaæfingum í rólegri kantinum, henta bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af jóga.
Það geta allir stundað Jóga og hægt er að sníða æfingarnar að þörfum hvers einstaklings.

Er ekki um að gera að taka daginn snemma, liðka sig og styrkja og anda vel inn í byrjun dags.

Verð 8500kr

Kennari verður Soffía Einarsdóttir sjúkraþjálfari og Jógakennari , skráning og frekari fyrirspurnir á soffia@eflingehf.is

Grindarbotnsjóga

Jógatímar með áherslu á tengsl öndunar og grindarbotns og tengsl þeirra við heildina. Farið er vel yfir hvernig best er að virkja grindarbotninn og slaka á honum.
Notast er við blöndu ýmissa jógaaðferða auk þess sem ýmsar aðrar æfingar eru teknar með.

Góð leið til að auka líkamsvitund og tengja við kjarnann sinn.

Tímarnir eru kenndir á fimmtudögum kl. 17.15-18.30,  hægt er að nota beiðni.
Fyrsti tíminn er 12. september.

Fullt er á þetta námskeið en hægt er að senda fyrirspurn /setja sig á biðlista soffia@eflingehf.is fyrir næstu námskeið.