MömmuEfling nýtt námskeið 24. september
MÖMMUEFLING
Leikfimitímar sniðnir að mæðrum eftir barnsburð, börnin velkomin með í tímana.
Við förum af stað með nýtt 4. vikna námskeið mánudaginn 24. september.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 9:45-10:40 í nýjum og glæsilegum sal Eflingar sjúkraþjálfunar á 4. hæð í Krónunni.
Umsjón með námskeiðinu hafa sjúkraþjálfararnir Soffía Einarsdóttir og Þóra Hlynsdóttir, þær hafa áralanga reynslu af þjálfun og meðhöndlun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu og mikla þekkingu á grindarbotni og mjaðmagrind.
Soffía og Þóra hafa kennt meðgöngusund og kerrupúl til fjölda ára auk þess sem þær hafa sinnt einstaklingsþjálfun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu.
Verð fyrir 4 vikur er 13.500 kr
Skráning á thora@eflingehf.is
MÖMMUEFLING mun verða í boði í allan vetur!