19Oct

Reglubreytingar næstu 2 vikur vegna Covid

Eftirfarandi reglur munu gilda hjá okkur næstu tvær vikurnar:
Grímuskylda, börn 12 ára og yngri eru undanþegin. Allir aðrir þurf að bera andlitsgrímu inni á stöðinni.
Allir hóptímar falla niður næstu tvær vikurnar.
Lokað verður fyrir þá sem eru að þjálfa á æfingakorti.
Áhersla er áfram lögð á handþvott, sprittun handa, sótthreinsun snertiflata og að passa upp á fjarlægðarmörk.
Við leggjum áherslu á að geta sinnt almennri sjúkraþjálfun áfram og því grípum við til þessara aðgerða til að takmarka flæði inn á stöðina.
Með von um að viðskiptavinir sýni þessu skilning. Við munum opna aftur fyrir þessa þjónustu eins fljótt og hægt er miðað við aðstæður.