Sálfræðingur. Aðalheiður Sigfúsdóttir.
Aðalheiður lauk BA prófi í sálfræði 2002 við Háskóla Íslands, MS prófi í
líf- og læknavísindum 2008 og Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands
2014.
Í dag er Aðalheiður í sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands auk þess að vinna að kennararéttindum í
núvitund með áherslu á endurtekið þunglyndi og verki.
Aðalheiður leggur áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og aldraðra.
Hún sinnir einnig einstaklingsviðtölum og hópmeðferð.
Einstaklingsmeðferð: Greining og meðferð við þunglyndi og
kvíðaröskunum, áfallastreitu, lágu sjálfsmati, verkjum og
sorgarúrvinnslu.
Hópmeðferð: Hugræn- atferlis og núvitundarmeðferð.
Aðalheiður býður upp á stuðnings- og meðferðarviðtöl við að takast á við
breytingar í daglegu lífi m.a. vegna færniskerðingar sökum veikinda
og/eða slysa.
Hún hefur langa þjálfun að vinna meö öldruðum og aðstandendum
m.a. vegna heilabilunarsjúkdóma og annarra sjúkdóma auk
missis/sorgarúrvinnslu. Hún sinnir einnig stuðningi og ráðleggingum til
fjölskyldumeðlima.
Aðalheiður er með viðveru á stofu á 3. hæð hjá Eflingu sjúkraþjálfun á þriðjudögum.
Hægt er að hafa samband í síma 8698867 eða netfangið: assa@salak.is