• Almenn sjúkraþjálfun
 • Heimasjúkraþjálfun
 • Manual Therapy
 • Nálastungur
 • Sogæðanudd
 • Þolpróf og mjólkursýrumælingar
 • Vinnustaða úttektir
 • Sala á ýmsum vörum
 • Forvarnir hnémeiðsla (Sportsmetrics)
 • Mæling á vöðvavirkni með vöðvarita (Kine Live)

Sjúkraþjálfarar í Eflingu bjóða upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Fólk með ýmis stoðkerfisvandamál svo sem vandamál í baki, hálsi, öxlum, mjöðmum, hnjám og ökklum leitar oft hjálpar hjá sjúkraþjálfurum Eflingar. Einstaklingar sem eru að ná sér eftir beinbrot, liðskiptaaðgerðir og ýmsar aðrar aðgerðir á stoðkerfi eru einnig algengir viðskiptavinir Eflingar. Íþróttaslys og álagseinkenni ýmiskonar hjá íþróttafólki þarfnast skjótra úrræða og hafa sjúkraþjálfarar Eflingar veitt íþróttafólki eins góða og faglega þjónustu og kostur er.

Við reynum að hafa sem breiðasta og besta þjónustu og hafa sjúkraþjálfarar reynt að sérhæfa sig á mörgum sviðum og verið duglegir að sækja námskeið til að viðhalda og bæta þekkingu sína.

Auk almennrar sjúkraþjálfunar bjóðum við upp á:

 • Heimasjúkraþjálfun
 • Manual Therapy (liðfræði)
 • Sogæðanudd
 • Meðferð við grindarlosi
 • Grindarbotnsþjálfun
 • Úttekt á vinnustöðum og námsskeið um líkamsbeitingu
 • Æfingakort í tækjasal sem sjúkraþjálfari setur upp
 • Fræðslufyrirlestra og ráðgjöf
 • Þolpróf og mjólkursýrumælingar
 • Fitumælingar
 • Ýmsar heilsuvörur til sölu, s.s. heilsukodda, nuddstafi, bakbelti, hlífar o.fl.

Bjóðum einnig upp á ýmsa fræðslupakka fyrir fyrirtæki og hópa s.s:

 • Bakskóla.
 • Grindarbotnsþjálfun.
 • Leiðbeiningar um góðar vinnustellingar við tölvuvinnu.
 • Leiðbeiningar um góða líkamsbeitingu.

Verslun
Efling hefur söluumboð fyrir ýmsar vörur fyrir sjúkraþjálfara, til sjálfshjálpar gegn verkjum og til að gera viðskiptavinum sínum kleift að stunda æfingar heima hjá sér.

Á eflingu starfar einnig Aðalheiður Sigfúsdóttir sálfræðingur

Aðalheður Sigfúsdóttir