28Oct

Snjallsímar

Tíminn líður hratt og nú er svo orðið að nánast allir ungir sem aldnir nota snjallsíma og spjaldtölvu daglega. Notkunin í sumum tilfellum er svo mikil að hún er talin í klukkutímum og jafnvel 20-25% vökustunda fólks á sólarhring fara fram við þessi tæki. Það er ekki bara að þessi mikla notkun leiði af sér allt of mikla kyrrstöðu og neikvæðar afleiðingar hennar heldur veldur hún gríðarlegu álagi á hálshrygg. Það verður mjög erfitt að stilla notkuninni í hóf en það er tiltölulega auðvelt að koma sér fyrir þannig að minni skaði hljótist af.
Rannsókn Kenneths K. Hansraj við Skurðlækninga- og endurhæfingardeild New York frá 2014 leiddi í ljós að við frambeygju höfuðs þá eykst álag á hálshrygg gríðarlega mikið. Sem dæmi þá fjórfaldast álagið á hálshrygginn við 30° frambeygju og  við 60° framb
eygju. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar en þær eru verkir og bólgur frá vöðvum, sinum, liðböndum, liðum og liðþófum hálshryggjarins, náttúruleg sveigja hálsins tapast mun hraðar og slit í hálsi mun herja á fólk fyrr en þörf er á. Líklegt er að liðþófaaðgerðum muni fjölga umtalsvert á hálshrygg í náinni framtíð ef fólk gætir ekki að stöðum og stellingum við notkun síma og spjaldtölva.

12191389_940240946047221_4743849060569755317_n

Sem dæmi um það sem betur má fara við notkun þessara tækja er að í lóðréttri stöðu ber að rétta úr sér alla leið í hrygg, hafa tækið nálægt sér og minnka þannig vogararma handleggja og hafa tækið rétt neðan við augun. Einnig er gott ef það að á að nota tækið til lengri tíma að leggjast út af og hafa kodda eða annan stuðning við hálsinn og tækið nærri augnhæð. Best af öllu er náttúrulega að minnka tímann sem fer í tilgangslausa notkun.
Myndin hér að neðan sýnir hvernig álagið vex á hálshrygginn við frambeygju skv. r
annsókninni hér að ofan.

Höf: Sævar Þór Sævarsson, sjúkraþjálfari.