27 Jul

Ásta Þorsteinsdóttir

Ásta Þorsteinsdóttir

Framkvæmdastjóri – sjúkraþjálfari, BSc
asta@eflingehf.is

Menntun:
BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1995.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1990.

Starfsferill:
Hóf störf hjá Eflingu árið 1997 en starfaði einnig í Ólafsfirði á árunum 1997-1999.
Starfaði á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík árið 1996.
Starfaði sem sjúkraþjálfari hjá Hlíð til ársins 2022.
Framkvæmdastjóri Eflingar frá janúar 2017.

Námskeið:
Ýmis námskeið sem viðkoma sjúkraþjálfun s.s. nálastungur, sogæðanudd, þjálfun aldraðra, styrktarþjálfun, greining og meðferð háls- og bakvandamála o.fl.
Stjórnendanám hjá Stjórnendafræðslunni og Háskólanum á Akureyri.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun og sjúkraþjálfun aldraðra.
Sjúkraþjálfun vegna stoðkerfisvandamála og fyrirbyggjandi meðferðir.
Forvarnir og fræðsla um líkamsbeitingu og fl.

Soffía Einarsdóttir

Soffía Einarsdóttir

Sjúkraþjálfari, BSc

Nám:
Útskrifuð frá HÍ 1998. Fékk starfsleifi í nálastungum frá landlækni eftir nám hjá Acupuncture Association árið 2002. Lauk námi í Manual Therapy við St. Augustine háskólann í Florída 2006.

Sótti nám til Danmörku í meðferð fólks með einkenni frá grindarbotni.

Auk ýmissa annarra styttri og lengri námskeiða. Mikið tekið af námskeiðum varðandi mjaðmagrind og grindarbotnsvandamálum og notkun sónars í sjúkraþjálfun. Sækir reglulega sérhæfð námskeið tengd mjaðmagrind og grindarbotni til Bandaríkjanna.

Starfsferill:
Starfað hjá Eflingu sjúkraþjálfun frá útskrift. Kennt meðgöngusund frá 2007 er ein af umsjónaraðilum bakskóla Eflingar.

Áhugasvið og annað:
Hefur mikinn áhuga á að aðstoða konur með að líða sem best á meðgöngunni og eftir meðgöngu og hafa góða grindarbotnsheilsu. Starfaði innan fræðslunefndar frá 2000-2003.

Almenn sjúkraþjálfun og líkamsrækt.

  •  Er í áhugahóp sjúkraþjálfara um kvennaheilsu .
  • Meðferð tengd vandamálum á meðgöngu.
  • Þvagleki og grindarbotnsþjálfun. Notkun bio-feedback við almenna sjúkraþjálfun og einnig við grindarbotnsþjálfun.
  • Sónarskoðun með séráherslu á skoðun djúpvöðva:  Þ.e grindarbotns, djúpra kvið og bakvöðva og tengsl þeirra við öndun og stóru hreyfivöðvana okkar, hægt er að panta tíma hjá henni til að fá mat á starfsemi þesssara vöðva.

Iðunn Elfa Bolladóttir

Iðunn Elfa Bolladóttir

Sjúkraþjálfari BSc

Nám:
B.Sc. í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2010.
Stúdentspróf af Náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri 2004.

Starfsferill:
2010- Efling Sjúkraþjálfun ehf.

NÁMSKEIÐ

2019 Sporting hip and groin
Kennari: James Moore

2019 Sportskongres í kaupmannahöfn
Ráðstefna um íþróttasjúkraþjálfun.

2018 Pelvic Health – þreyfing og meðferð á grindarbotni.
Kennt af Ruth Jones og Bill Taylor

2017 IOC World Conference on Prevention of Injury & Illness in Sport
Ráðstefna um forvarnir og meiðsl í íþróttum á vegum alþjóða ólympíusambandsins sem haldið var í Mónakó.
2015 Greining, úrræði og æfingar fyrir háls, herðar og bak, Félag sjúkraþjálfara
Kennari: Dr. Harpa Helgadóttir

2013 REHAB 545 -Functional Anatomy of the Spine, Trunk, Thorax,
Abdomen, & Pelvis í University of Washington. Fyrirlestrar í UW frá janúar til apríl.

2013 REHAB 548 – Clinical Kinesiology & Biomechanics í University of Washington frá apríl til júní.

2013 IDEA – Health and Fitness Association
Þjálfararáðstefna IDEA Personal Trainer Institude West,
sem haldin var í Seattle, USA.

2012 Top 20 Dry Needling, Félag Sjúkraþjálfara
Kennari: Christine Stebler Fische á vegum David G Simons Academy.

2011 Þjálfarabúðir, Keilir
Námskeið í styrktar- og ástandsþjálfun.
Kennarar: Dave Jack, Eric Cressey og Nick Tumminello.

2010 Þjálfarabúðir, Keilir
Námskeið í styrktar- og ástandsþjálfun.
Kennari: Mike Boyle.

Áhugasvið og annað:
Almenn sjúkraþjálfun, meðgöngusjúkraþjálfun og íþróttasjúkraþjálfun.

 

Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir

Sjúkraþjálfari BSc

Nám:
Útskrifast frá Háskóla Íslands árið 1985.

Starfsferill:
Vann á endurhæfingarstöðinni Bjargi 1985-1996.
Stofnaði ásamt fleirum Efling Sjúkraþjálfun ehf. 1996 og vann þar til 2011.
Vann í Stígur Endurhæfing 2012 og 2013.
Kom aftur í Efligu haustið 2014.

Áhugasvið og annað:
Hef því mikla reynslu sem Sjúkraþjálfari eftir öll þessi ár  og auk þess farið á margvísleg námskeið á ýmsum sviðum Sjukraþjálfunar.

Hef einnig lært höfuðbeina og spjaldhyggjarmeðferð, Farið í jógakennaranám í Kundalini jóga.

Hef einnig stjórnað ýmsum hópum eins og:

  • Í Hjarta og lungna stöðinni.
  • Fyrir barnshafandi konur, fræðsla og þjálfun.
  • Bakskóla.

2012 Stofnaði ég Björkin heilsurækt sjúlraþjálfun fyrir krabbameinssjúklinga og langveika. Sem er staðsett í Eflingu. Björkin starfrækir;  Sundleikfimi ,Styrktarþjálfun, Öndun og slökun, fyrir þessa hópa, ásamt einstaklingsmeðferð.

GSM:8622434/4612223
bjorkinheilsa@gmail.com