Unnur Lilja Bjarnadóttir

Unnur Lilja Bjarnadóttir

Sjúkraþjálfari B.Sc.

Nám
B.Sc. í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2014.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni 2006.

Starfsferill
2014: Sjúkraþjálfari á taugadeild Landspítalans í Fossvogi.
2015: Bjarg Endurhæfing Akureyri
2016-2018: Sjúkraþjálfunin Hvolsvelli
2018 – Efling sjúkraþjálfun

Námskeið
2015 Greining, úrræði og æfingar fyrir háls, herðar og bak. Kennari: Dr. Harpa Helgadóttir
2015 Dynamic taping – Level one. Kennari: Valgeir Viðarsson
2015 Samtalsmeðferðir í hugrænni atferlismeðferð. Kennari: Dr. Agnes Agnarsdóttir
2017: Master class part I. Cervicogenic Headache and Dizziness. Kennarar: Deborah Falla og Martin B. Josefsen.
2017: Kennararéttindi til ungbarnasundkennslu.
2018: Kinetic Control. Multi Joint Synergies in Alignment and Co-ordination. Kennari: Mark Comerford.
2018: The shoulder: Theory & Practice. Kennari: Jeremy Lewis
2018: Top 20 Dry needling. Kennari: Christine Stebler Fische.

Áhugasvið
Almenn sjúkraþjálfun, barnasjúkraþjálfun.

Sálfræðingur. Aðalheiður Sigfúsdóttir.

Aðalheiður Sigfúsdóttir

Aðalheiður lauk BA prófi í sálfræði 2002 við Háskóla Íslands, MS prófi í
líf- og læknavísindum 2008 og Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands
2014.

Í dag er Aðalheiður í sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands auk þess að vinna að kennararéttindum í
núvitund með áherslu á endurtekið þunglyndi og verki.

Aðalheiður leggur áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og aldraðra.
Hún sinnir einnig einstaklingsviðtölum og hópmeðferð.

Einstaklingsmeðferð: Greining og meðferð við þunglyndi og
kvíðaröskunum, áfallastreitu, lágu sjálfsmati, verkjum og
sorgarúrvinnslu.

Hópmeðferð: Hugræn- atferlis og núvitundarmeðferð.

Aðalheiður býður upp á stuðnings- og meðferðarviðtöl við að takast á við
breytingar í daglegu lífi m.a. vegna færniskerðingar sökum veikinda
og/eða slysa.

Hún hefur langa þjálfun að vinna meö öldruðum og aðstandendum
m.a. vegna heilabilunarsjúkdóma og annarra sjúkdóma auk
missis/sorgarúrvinnslu. Hún sinnir einnig stuðningi og ráðleggingum til
fjölskyldumeðlima.

Aðalheiður er með viðveru á stofu á 3. hæð hjá Eflingu sjúkraþjálfun á þriðjudögum.

Hægt er að hafa samband í síma 8698867 eða netfangið: assa@salak.is

17Sep

Meðgöngusundleikfimi

Þjálfun í vatni er ein besta hreyfing sem konur geta stundað á meðgöngu.Námskeið í meðgöngusundleikfimi hefst mánudaginn 24. september 2018 í sundlaug Akureyrar (innilaug).

Námskeiðin eru fjórar vikur og kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl 16:15-17:00.

Verð: 13.500

Námskeiðin henta konum á öllum stigum meðgöngu og eftir fæðingu.

Umsjón með meðgöngusundinu hafa sjúkraþjálfarar á Eflingu sjúkraþjálfun,
Soffía Einarsdóttir, Þóra Hlynsdóttir og Iðunn E. Bolladóttir

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu medgongusund@eflingehf.is

Erum á Facebook: Meðgöngusund Akureyri
https://www.facebook.com/groups/1302161719801747/

07Sep

MömmuEfling nýtt námskeið 24. september

MÖMMUEFLING

Leikfimitímar sniðnir að mæðrum eftir barnsburð,  börnin velkomin með í tímana.

Við förum af stað  með nýtt 4. vikna námskeið mánudaginn 24. september.
Kennt ver
ður á mánudögum og miðvikudögum  kl. 9:45-10:40 í nýjum og glæsilegum sal Eflingar sjúkraþjálfunar á 4. hæð í Krónunni.

Umsjón með námskeiðinu hafa sjúkraþjálfararnir Soffía Einarsdóttir og Þóra Hlynsdóttir, þær hafa áralanga reynslu af þjálfun og meðhöndlun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu og mikla þekkingu á grindarbotni og mjaðmagrind.

Soffía og Þóra hafa kennt meðgöngusund og kerrupúl til fjölda ára auk þess sem þær hafa sinnt einstaklingsþjálfun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu.

Verð fyrir 4 vikur er 13.500 kr

Skráning á thora@eflingehf.is

MÖMMUEFLING mun verða í boði í allan vetur!