30Sep

Stólajóga

Nýjung í Eflingu Sjúkraþjálfun !     Stólaleikfimi fyrir 50+ karla og konur.

Liðkandi og styrkjandi jógaæfingar gerðar í sitjandi stöðu og standandi við stól.
Einnig öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun.
Tækifæri fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja á dýnu með krosslagðar fætur
og /eða yfirleitt að gera æfingar útafliggjandi.
Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari og kundalini jógakennari.

Sigrún Jónsdóttir hefur starfað sem sjúkraþjálfari í áratugi og er með áralanga reynslu í að kenna Kundalini jóga.
Hún var í nokkur ár með stólajóga á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, KAON.

Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu 8622434

12Aug

Sævar Þór Sævarsson

Sjúkraþjálfari BSc.

Menntun:
Útskrifaður frá Háskóla Íslands 2005 með BSc. í sjúkraþjálfun.  Hef tekið námskeið í meðhöndlun hnévandamála hjá Alfio Albucini, kinesiotapenámskeið, nálastungunámskeið, námskeið í notkun EMG á hné og herðablöð, námskeið í liðlosun mjaðmargrindar og lendhryggjar o.fl.

Starfsferill:
Hef mest megnis unnið á Eflingu sjúkraþjálfun við almenna sjúkraþjálfun en auk þess við endurhæfingu aldraðra á Dvalarheimilinu Hlíð, heimasjúkraþjálfun og tekið að mér sjúkraþjálfun íþróttaliða. Framkvæmdastjóri Eflingar sjúkraþjálfunar frá haustinu 2014 til Janúar 2017.

Áhugasvið og annað:
Almenn sjúkraþjálfun, mjóbakstengdir verkir, háls- og axlarmeðferð og íþróttir.
Netfang: saevar_thor@hotmail.com, saevar@eflingehf.is

16Aug

Starfsmannamál.

Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari MTc.,
kemur á ný til starfa í byrjun september.

Stefán hefur undanfarið ár stundað meistaranmám í íþróttasjúkraþjálfun og lífaflfræði (Sports medicine and Biomechanic) við háskólann í Dundee Skotlandi.
http://www.orthopaedics.dundee.ac.uk/