22Apr

Fjarmeðferð í sjúkraþjálfun

Fjarmeðferð í sjúkraþjálfun – góð viðbót við þjónustu Eflingar.

Við erum stolt af því að geta bætt þjónustu okkar og bjóðum nú upp á fjarmeðferð í sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfarar okkar eru allir komnir með tilskilin leyfi til að geta boðið upp á þessa þjónustu á öruggan máta í gegnum samþykktan hugbúnað.
Það er gaman að segja frá því að tveir sjúkraþjálfarar hjá Eflingu standa á bak við þróun þessa kerfis ásamt fleirum.

Hægt er að panta tíma í gegnum netfangið efling@eflingehf.is
en einnig er hægt að hringja í s. 461-2223 frá kl. 8-12 alla virka daga

Fjarmedferd.is