Þórhallur Guðmundsson 

Þórhallur Guðmundsson

Sjúkraþjálfari BSc.

Nám:
Útskrifaðist 2009 frá University collage Sjælland Danmörku

Starfsferill:
Næstved kommune Danmörku 2009-2010
Efling sjúkraþjálfun Akureyri 2010-2011
Dronning Ingrids Hospital Grænlandi 2011-2012
Efling sjúkraþjálfun 2012-

Áhugasvið og annað:
Helsta áhugasvið mitt innan sjúkraþjálfunar er hlaupastílsgreining og hlaupastílsþjálfun. Ég sinni allri almennri sjúkraþjálfun og hef sérstaklega gaman af því að halda fyrirlestra. Ég hef haldið fyrirlestra um meðal annars vinnuvistfræði og líkamsbeytingu fyrir alla grunnskóla Akureyrar og mörg af helstu fyrirtækjum bæjarfélagsins.

Ég hef engan sérstakan áhuga á boltaíþróttum enda er nóg til af sjúkraþjálfurum sem vilja sinna þeim en ég hef sérstakan áhuga á dansi, hlaupum, reiðmennsku, fjallgöngum, skíða og snjóbrettaiðkun, crossfit og bardagaíþróttum.

Stefán Ólafsson

Stefán Ólafsson

Sjúkraþjálfari BSC, MTc

Almennt:
Stefán er stofnandi og einn eigenda Eflingar.  Stefán útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1990 og hefur hann unnið mikið með íþróttasjúkraþjálfun frá útskrift en í seinni tíð hafa fræðsla og forvarnarmál verið hluti af starfi hans einnig.   Stefán hefur mest sérhæft sig í meiðslum tengdum knattspyrnu og handknattleik en einnig hefur hann unnið mikið með sundmenn, frjálsíþróttamenn auk skíða og íshokkýmanna. Áhugasvið hans hefur þróast yfir í sérhæfingu í mjaðma, hné og axlarendurhæfingu.   Eftir að Stefán lauk prófi í Sportsmetrics frá  Cinicinnati Sportsmedicine hefur áhugi á forvörnum hnémeiðsla verið honum ofarlega í huga sem og hnéendurhæfing og starfræn þjálfun með áhersla á hinn unga íþróttamann.   Stefán hefur starfað við endurhæfingu í fullu starfi frá 1990.

Nám:
BS í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands,  1990.

Manual Therapy certification (MTc) frá  University of St. Augustine FL, Bandaríkjunum árið 2000.

Cincinnati  Sportsmedicine :   Sportsmetrics Certification :  Forvarnir hnémeiðsla í Bandaríkjunum  2004

MSc in Sports & Biomechanical medicine.  University of Dundee.  2014-2015 http://www.orthopaedics.dundee.ac.uk/

Námskeið:
Hálsslynk -, 1991, Sports Medicine, Oslo, 1992, Orthopaedic Medicine, 1993, ACSM og hnéskeljarverkir með J. McConnell 1994, kjálka, háls og brjósthrygg 1995, Medical Exercise Threapy (MET)  hluti I, II, III 1995, 96, 98, Æfingameðferð fyrir mjóbaks og mjaðmagrind 2002,  EMG í sjúkraþjálfun með G. Kasman 2002, Diagnosis and Treatment of Movement Impairment Syndromes með S. Sahrmann 2003, Adv. on the knee and Shoulder 2004, Pathophysiology and Mechanics of the shoulder og Sports Specific Rehabilitation með R. Donatelli 2008 og 2009. Ymsar þjálfunarbúðir hjá Keili 2009-2011 m.s hraðaaþjálfun, gerð þjálfunaráætlana, næring, starfræn þjálfun og stöðugleikaþjálfun , Sporting hip and groin  með J. Moore 2011, notkun sonar í sjúkraþjálfun 2011, Top 20 Dry needling námsskeið hjá DG Simons Academy 2012, UK shoulder specialist og The athletic shoulder í Englandi 2015 með I. Horsley.

Starfsferill:
Máttur Sjúkraþjálfun og Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1990-91

Bjarg Endurhæfingarstöð og HL stöðin 1991-96.

Efling Sjúkraþjálfun,  Akureyri 1996.

Einnig kennsla við kennaradeild og Iðjuþjálfarbraut HA auk þess að vinna við sjúkra og forvarnarþjálfun fyrir íþróttafélög frá 1990 m.a KA knattspyrna og handbolti, ÍR og Breiðablik í knattspyrnu, fimleikdeild Hattar og Akureyri handboltafélag.

Fyrirlestrar og námsskeið:

Stefán hefur haldið námsskeið fyrir ÍSÍ, KSÍ, ÍBA, Endurmenntunarstofnun HÍ, Félag Sjúkraþjálfara (Neðri útlimur I & II), Styrktartjalfun.is/þjálfum betur I &II,, Kineacademy um notkun vöðvarits í endurhæfingu og fyrirlestrar og námsskeið fyrir ýmis íþróttafélög og félagssamtök og er hann annar leiðbeinenda hinna áströlsku Rehabtrainer námsskeiða. http://www.rehabtrainer.com.au/aboutus.

Hefur rannsakað lendingartækni hjá knattspyrnustúlkum og nýlokið rannsókn við Háskólann í Dundee (Institution of motion analysis and research) sem ber heitið:  „Leiða endurtekin spörk í knattstyrnu til vöðvaójafnvægis kringum mjaðmir hjá ungum leikmönnum“.

Samið kennsluefni um í þróttameiðsl auk þess að skrifa greinar um endurhæfingu og forvarnir og haldið erindi á ráðstefnum um íþróttameiðsl og endurhæfingu.

27 Jul

Ásta Þorsteinsdóttir

Ásta Þorsteinsdóttir

Framkvæmdastjóri – sjúkraþjálfari, BSc
asta@eflingehf.is

Menntun:
BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1995.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1990.

Starfsferill:
Hóf störf hjá Eflingu árið 1997 en starfaði einnig í Ólafsfirði á árunum 1997-1999.
Starfaði á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík árið 1996.
Starfaði sem sjúkraþjálfari hjá Hlíð til ársins 2022.
Framkvæmdastjóri Eflingar frá janúar 2017.

Námskeið:
Ýmis námskeið sem viðkoma sjúkraþjálfun s.s. nálastungur, sogæðanudd, þjálfun aldraðra, styrktarþjálfun, greining og meðferð háls- og bakvandamála o.fl.
Stjórnendanám hjá Stjórnendafræðslunni og Háskólanum á Akureyri.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun og sjúkraþjálfun aldraðra.
Sjúkraþjálfun vegna stoðkerfisvandamála og fyrirbyggjandi meðferðir.
Forvarnir og fræðsla um líkamsbeitingu og fl.

Soffía Einarsdóttir

Soffía Einarsdóttir

Sjúkraþjálfari, BSc

Nám:
Útskrifuð frá HÍ 1998. Fékk starfsleifi í nálastungum frá landlækni eftir nám hjá Acupuncture Association árið 2002. Lauk námi í Manual Therapy við St. Augustine háskólann í Florída 2006.

Sótti nám til Danmörku í meðferð fólks með einkenni frá grindarbotni.

Auk ýmissa annarra styttri og lengri námskeiða. Mikið tekið af námskeiðum varðandi mjaðmagrind og grindarbotnsvandamálum og notkun sónars í sjúkraþjálfun. Sækir reglulega sérhæfð námskeið tengd mjaðmagrind og grindarbotni til Bandaríkjanna.

Starfsferill:
Starfað hjá Eflingu sjúkraþjálfun frá útskrift. Kennt meðgöngusund frá 2007 er ein af umsjónaraðilum bakskóla Eflingar.

Áhugasvið og annað:
Hefur mikinn áhuga á að aðstoða konur með að líða sem best á meðgöngunni og eftir meðgöngu og hafa góða grindarbotnsheilsu. Starfaði innan fræðslunefndar frá 2000-2003.

Almenn sjúkraþjálfun og líkamsrækt.

  •  Er í áhugahóp sjúkraþjálfara um kvennaheilsu .
  • Meðferð tengd vandamálum á meðgöngu.
  • Þvagleki og grindarbotnsþjálfun. Notkun bio-feedback við almenna sjúkraþjálfun og einnig við grindarbotnsþjálfun.
  • Sónarskoðun með séráherslu á skoðun djúpvöðva:  Þ.e grindarbotns, djúpra kvið og bakvöðva og tengsl þeirra við öndun og stóru hreyfivöðvana okkar, hægt er að panta tíma hjá henni til að fá mat á starfsemi þesssara vöðva.