17Feb

Núvitundarnámskeið


Hefst um miðjan mars n.k. ef næg þátttaka fæst.

Hugræn núvitundarmeðferð (MBCT- Mindfulness-Based Cognitive Therapy).

Hugræn núvitundarmeðferð er ýtarlega rannsökuð sálfræðimeðferð.
Núvitundarnámskeiðið var hannað fyrir fólk sem er að takast á við
endurtekið þunglyndi. Námskeiðið gagnast einnig vel fyrir fólk sem vill
kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við tilfinningarlega
erfiðleika eins og kvíða og streitu daglegs lífs og/eða vilja auka
almenna vellíðan og vilja læra leiðir til að bregðast við af yfirvegun
og ró.

Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína
í gegnum reynslunám í öruggu umhverfi.  Þátttakendur læra að skoða eigin
hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun gegnum formlegar og óformlegar
æfingar. Í gegnum æfingar öðlast þátttakendur aukið svigrún til að velja
leiðir til að bregðast við. Fólk þjálfast einnig í að bregðast við af
yfirvegun og meðvitund í stað þess að bregðast ósjálfrátt við af vana. Í
núvitund þjálfast aukin samkennd og mildi.

Námskeiðið er átta skipti, einu sinni í viku. Hver tími er tvær
klukkustundir og skiptast tímarnir í núvitundaræfingar og umræður. Sinna
þarf heimavinnu í 40-60 mínútur flesta daga meðan á námskeiðinu stendur.
Einnig er boðið upp á þöglan dag undir lok námskeiðsins þar sem
þátttakendur eru leiddir í gegnum hugleiðsluæfingar.

Námskeiðinu fylgir vinnubók og aðgangur að hugleiðsluæfingum.

Verð: 80.000 (forviðtal innifalið)

Leiðbeinendur: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ranveig Tausen, sálfræðingar
og núvitundarkennarar

Nánari upplýsingar eru í síma: 8698867 (Aðalheiður).