07Oct

Meðgöngusundleikfimi – nýtt námskeið hefst mánudaginn 24.október 2022

Meðgöngusundleikfimi

Þjálfun í vatni er ein besta hreyfing sem konur geta stundað á meðgöngu. 

Námskeið í meðgöngusundleikfimi hefst mánudaginn 24. október 2022  í sundlaug Akureyrar (innilaug). 

Námskeiðin eru fimm vikur og kennt er á miðvikudögum og mánudögum frá kl 16:15-17:00.  Verð: 21.500 kr

Námskeiðin henta konum á öllum stigum meðgöngu. 

Umsjón með meðgöngusundinu hafa sjúkraþjálfarar á Eflingu sjúkraþjálfun, þær  Iðunn, Rósa, Soffía og Þóra.

17Feb

Núvitundarnámskeið


Hefst um miðjan mars n.k. ef næg þátttaka fæst.

Hugræn núvitundarmeðferð (MBCT- Mindfulness-Based Cognitive Therapy).

Hugræn núvitundarmeðferð er ýtarlega rannsökuð sálfræðimeðferð.
Núvitundarnámskeiðið var hannað fyrir fólk sem er að takast á við
endurtekið þunglyndi. Námskeiðið gagnast einnig vel fyrir fólk sem vill
kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við tilfinningarlega
erfiðleika eins og kvíða og streitu daglegs lífs og/eða vilja auka
almenna vellíðan og vilja læra leiðir til að bregðast við af yfirvegun
og ró.

Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína
í gegnum reynslunám í öruggu umhverfi.  Þátttakendur læra að skoða eigin
hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun gegnum formlegar og óformlegar
æfingar. Í gegnum æfingar öðlast þátttakendur aukið svigrún til að velja
leiðir til að bregðast við. Fólk þjálfast einnig í að bregðast við af
yfirvegun og meðvitund í stað þess að bregðast ósjálfrátt við af vana. Í
núvitund þjálfast aukin samkennd og mildi.

Námskeiðið er átta skipti, einu sinni í viku. Hver tími er tvær
klukkustundir og skiptast tímarnir í núvitundaræfingar og umræður. Sinna
þarf heimavinnu í 40-60 mínútur flesta daga meðan á námskeiðinu stendur.
Einnig er boðið upp á þöglan dag undir lok námskeiðsins þar sem
þátttakendur eru leiddir í gegnum hugleiðsluæfingar.

Námskeiðinu fylgir vinnubók og aðgangur að hugleiðsluæfingum.

Verð: 80.000 (forviðtal innifalið)

Leiðbeinendur: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ranveig Tausen, sálfræðingar
og núvitundarkennarar

Nánari upplýsingar eru í síma: 8698867 (Aðalheiður).

18Sep

Núvitundarnámskeið

Núvitundarnámskeið hefst 16.október 2019
Kennari er Aðalheiður Sigfúsdóttir sálfræðingur
 
Hugræn atferlis- og núvitundarmeðferð – MBCT
Átta vikur + iðkunardagur + tveir eftirfylgdartímar
Námskeiðið samanstendur af fræðslu, æfingum og heimavinnu.
 
Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði
austrænnar visku. Núvitund er viðurkennt meðferðarform og hefur verið sýnt fram á að
núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og
depurð/þunglyndi ásamt því að vera gagnleg mörgum við verkjavanda.
 
Staðsetning: Hafnarstræti 97 (Krónan), 4. hæð.
Tími: Miðvikudaga kl. 17:00-19:00.
Verð: 75.000 (námskeiðsgögn innifalin ásamt næringu á heila deginum).
 
Nánari upplýsingar: Aðalheiður í síma 8698867, Kristín í síma 8617778 eða gegnum
 
netfangið assa@salak.is.
 
ATH að mörg stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði
27Oct

Íþróttaakademía Eflingar – Hefst í janúar 2018

Vilt þú minnka líkur á meiðslum, bæta þol, auka styrk og ná lengra í þinni íþrótt?

8 vikna námskeið fyrir unglinga á aldinum 14-18 ára.
Innifalið er þrekpróf, styrk og liðleikamælingar, skimun fyrir áhættuþáttum meiðsla og einstaklingsmiðað æfingaprógramm.
2 fyrirlestrar: Bráðameiðsli vs álagsmeiðsli og mikilvægi réttrar næringar fyrir íþróttafólk.
Hefst í janúar 2018.

Frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla unglinga.

Nánari upplýsingar og skráning á hannesbh@gmail.com

Save

Save

Save

Save

Save

Save

11Nov

Þjálfun eftir liðskipti

Í næstu viku hefst hópþjálfun einstaklinga sem farið hafa í liðskipti á mjöðm eða hné undir stjórn sjúkraþjálfara á Eflingu. Tímarnir verða frá kl 11:00-12:00 á þriðjudögum og föstudögum og greitt verður samkvæmt hóptaxta á beiðni.

Til að skrá sig er hægt að hafa samband við afgreiðslu eflingar í síma 4612223 eða senda tölvupóstfang á hannesbh@gmail.com þar sem fram kemur nafn, kt og símanúmer.

thjalfun-eftir-lidskipti