18Sep

Núvitundarnámskeið

Núvitundarnámskeið hefst 16.október 2019
Kennari er Aðalheiður Sigfúsdóttir sálfræðingur
 
Hugræn atferlis- og núvitundarmeðferð – MBCT
Átta vikur + iðkunardagur + tveir eftirfylgdartímar
Námskeiðið samanstendur af fræðslu, æfingum og heimavinnu.
 
Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði
austrænnar visku. Núvitund er viðurkennt meðferðarform og hefur verið sýnt fram á að
núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og
depurð/þunglyndi ásamt því að vera gagnleg mörgum við verkjavanda.
 
Staðsetning: Hafnarstræti 97 (Krónan), 4. hæð.
Tími: Miðvikudaga kl. 17:00-19:00.
Verð: 75.000 (námskeiðsgögn innifalin ásamt næringu á heila deginum).
 
Nánari upplýsingar: Aðalheiður í síma 8698867, Kristín í síma 8617778 eða gegnum
 
netfangið assa@salak.is.
 
ATH að mörg stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði