15Oct

Sofðu betur – veldu vel

Sjúkraþjálfari frá Eflingu mun bjóða uppá aðstoð við val á dýnum í Rúmfatalagernum á Glerártorgi í dag laugardaginn 29. Október á milli 13:00 og 16:00.
Endilega kíkið við ef þið hafið einhverjar spurningar.

25_11_1

 

13May

Efling tekur þátt í Akureyri á iði

Laugardaginn 14.maí  verður í boði ókeypis fræðsla og verkleg kennsla í líkamstöðu og vinnuvistfræði frá kl 13:00 – 14:00 á Eflingu í Hafnarstræti 97

Hannes Bjarni sjúkraþjálfari á Eflingu mun verða á staðnum og veita fræðslu og leiðbeiningar.

Frítt inn og allir velkomnir

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

COPENHAGEN

04May

Efling 20 ára :)

20 ára afmæli Eflingar verður fagnað með fræðslu frá kl 11:00 til 13:00 laugardaginn 07.maí

30% afsláttur af ÖLLUM vörum þennan eina dag

Heitt á könnunni og léttar veitingar
Allir velkomnir

Dagskrá

Kl. 11:00 – Vöðvarafrit sýnd af öxl og hné og liðkunaræfingar á frauðrúllum, boltum og keflum
Kl. 11:30 – Hlaupagreining á háhraðamyndavél og styrkjandi æfingar af ýmsu tagi sýndar
Kl. 12:00 – Liðkunaræfingar og mikilvægar æfingar fyrir golfara og hjólreiðamenn sýndar
Kl. 12:30 – Umræður og fyrirspurnir

heimasíða

17Apr

Nýtt video á youtube síðu Eflingar

Niðurtog með beina handleggi

Þessi æfing virkar bæði sem stöðugleikaæfing fyrir miðjuna og sem styrktaræfing fyrir axlarvöðva. Þessi æfing er sérstaklega góð fyrir þá sem vilja læra að koma í veg fyrir fettu í mjóbaki og styrkja kviðvöðvana.

Fyrir fleiri video er hægt að finna spilunarlista inná youtube síðu Eflingar

Smellið endilega á subscribe til að vera í áskrift og fáið þannig tilkynningar um leið og ný video koma inn á síðuna