07Oct

Meðgöngusundleikfimi – nýtt námskeið hefst mánudaginn 24.október 2022

Meðgöngusundleikfimi

Þjálfun í vatni er ein besta hreyfing sem konur geta stundað á meðgöngu. 

Námskeið í meðgöngusundleikfimi hefst mánudaginn 24. október 2022  í sundlaug Akureyrar (innilaug). 

Námskeiðin eru fimm vikur og kennt er á miðvikudögum og mánudögum frá kl 16:15-17:00.  Verð: 21.500 kr

Námskeiðin henta konum á öllum stigum meðgöngu. 

Umsjón með meðgöngusundinu hafa sjúkraþjálfarar á Eflingu sjúkraþjálfun, þær  Iðunn, Rósa, Soffía og Þóra.