17Feb

Núvitundarnámskeið


Hefst um miðjan mars n.k. ef næg þátttaka fæst.

Hugræn núvitundarmeðferð (MBCT- Mindfulness-Based Cognitive Therapy).

Hugræn núvitundarmeðferð er ýtarlega rannsökuð sálfræðimeðferð.
Núvitundarnámskeiðið var hannað fyrir fólk sem er að takast á við
endurtekið þunglyndi. Námskeiðið gagnast einnig vel fyrir fólk sem vill
kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við tilfinningarlega
erfiðleika eins og kvíða og streitu daglegs lífs og/eða vilja auka
almenna vellíðan og vilja læra leiðir til að bregðast við af yfirvegun
og ró.

Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína
í gegnum reynslunám í öruggu umhverfi.  Þátttakendur læra að skoða eigin
hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun gegnum formlegar og óformlegar
æfingar. Í gegnum æfingar öðlast þátttakendur aukið svigrún til að velja
leiðir til að bregðast við. Fólk þjálfast einnig í að bregðast við af
yfirvegun og meðvitund í stað þess að bregðast ósjálfrátt við af vana. Í
núvitund þjálfast aukin samkennd og mildi.

Námskeiðið er átta skipti, einu sinni í viku. Hver tími er tvær
klukkustundir og skiptast tímarnir í núvitundaræfingar og umræður. Sinna
þarf heimavinnu í 40-60 mínútur flesta daga meðan á námskeiðinu stendur.
Einnig er boðið upp á þöglan dag undir lok námskeiðsins þar sem
þátttakendur eru leiddir í gegnum hugleiðsluæfingar.

Námskeiðinu fylgir vinnubók og aðgangur að hugleiðsluæfingum.

Verð: 80.000 (forviðtal innifalið)

Leiðbeinendur: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ranveig Tausen, sálfræðingar
og núvitundarkennarar

Nánari upplýsingar eru í síma: 8698867 (Aðalheiður).

22Apr

Fjarmeðferð í sjúkraþjálfun

Fjarmeðferð í sjúkraþjálfun – góð viðbót við þjónustu Eflingar.

Við erum stolt af því að geta bætt þjónustu okkar og bjóðum nú upp á fjarmeðferð í sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfarar okkar eru allir komnir með tilskilin leyfi til að geta boðið upp á þessa þjónustu á öruggan máta í gegnum samþykktan hugbúnað.
Það er gaman að segja frá því að tveir sjúkraþjálfarar hjá Eflingu standa á bak við þróun þessa kerfis ásamt fleirum.

Hægt er að panta tíma í gegnum netfangið efling@eflingehf.is
en einnig er hægt að hringja í s. 461-2223 frá kl. 8-12 alla virka daga

Fjarmedferd.is

17Apr

Við opnum aftur fyrir almennar meðferðir 04. maí.

Viðskiptavinir athugið.
Við stefnum á að opna aftur fyrir almenna sjúkraþjálfun þann 4. maí.
Sjúkraþjálfarar okkar munu hafa samband við sína skjólstæðinga á næstu dögum og bjóða þeim tíma.
Aðrir sem eru að bíða eftir að komast að í sjúkraþjálfun munu fá símhringingu um leið og tímar losna
hjá okkur.
Við munum ekki opna strax fyrir hóptímana okkar og eins verður ennþá lokað fyrir þá sem eru með
æfingakort í salinn. Skoðum þetta betur eftir miðjan maí.
Við þökkum þolinmæðina og skilninginn á þessum skrítnu tímum og hlökkum til að sjá ykkur aftur.
Starfsfólk Eflingar.

24Mar

Lokun á almennri starfsemi vegna Covid-19


Til viðskiptavina okkar:

Frá og með morgundeginum mun nánast öll okkar starfsemi leggjast af.
Við munum einungis sinna þeim sem þurfa bráðameðferðar við.
Allar aðrar meðferðir sem geta beðið í nokkrar vikur munu bíða.
Allir hóptímar munu falla niður auk þess sem lokað verður á það að fólk sem á æfingakort geti komið í salinn um sinn.
Skv. Sóttvarnalækni megum við áfram sinna sjúkraþjálfun sem er nauðsynleg vegna endurhæfingar með skilyrðum um öflugar sóttvarnir.
Þeir sem þurfa á bráðameðferð að halda eru beðnir um að senda tölvupóst á asta@eflingehf.is og við munum hafa samband.
Afgreiðslan hjá okkur mun verða opin eftir þörfum eftir þessa viku.
Við vonum að viðskiptavinir sýni þessu skilning.

Starfsfólk Eflingar.

 

30Sep

Stólajóga

Nýjung í Eflingu Sjúkraþjálfun !     Stólaleikfimi fyrir 50+ karla og konur.

Liðkandi og styrkjandi jógaæfingar gerðar í sitjandi stöðu og standandi við stól.
Einnig öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun.
Tækifæri fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja á dýnu með krosslagðar fætur
og /eða yfirleitt að gera æfingar útafliggjandi.
Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari og kundalini jógakennari.

Sigrún Jónsdóttir hefur starfað sem sjúkraþjálfari í áratugi og er með áralanga reynslu í að kenna Kundalini jóga.
Hún var í nokkur ár með stólajóga á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, KAON.

Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu 8622434